Þrep 1 Virkja settið á netinu

EKKI sleppa þessu þrepi. Þú verður að virkja prófin þín til að fá niðurstöðurnar þínar afhentar.

Fara í https://www.ancestry.com/dna/activate

Ertu ekki með Ancestry.com reikning? Það er auðvelt og ókeypis, við hjálpum þér að setja upp reikning.


Sláðu inn 15 stafa virkjunarkóðann úr sýnatökuglasinu

Þessi kóði tengir sýnið þitt við þig. Þetta er eina leiðin til að við náum að bera kennsl á sýnið þitt. Án þess geturðu ekki fengið niðurstöður þínar afhentar.

Til að skrá þig, sérstaklega ef þú ert að taka sýni fyrir mörg próf samtímis, skaltu skrá nafn þátttakanda og virkjunarkóðann sem skráður er á sýnatökuglasið.

Þrep 2 Taktu DNA-sýni

EKKI borða, drekka, reykja eða tyggja tyggjó 30 mínútum áður en þú gefur munnvatnssýni.

Fylltu sýnatökuglasið með munnvatni upp að svörtu, bugðóttu línunni.

Fylltu glasið þar til munnvatnið þitt (að frátöldum loftbólum) er við eða rétt fyrir ofan bugðóttu línuna. Það er auðvelt, það er minna en ¼ úr teskeið. Ekki offylla.


Skiptu trektinni út fyrir hettuna.

Taktu trektina úr glasinu. Skrúfaðu meðfylgjandi hettu þétt á glasið til að losa lausnina sem mun koma jafnvægi á DNA í munnvatni þínu.


Skrúfaðu þétt á til að jafnvægislausnin sé losuð.

Þú munt vita að þetta hafi virkað þegar bláa lausnin hefur verið losuð úr hettunni í glasið.

Varnaðarorð: Ekki innbyrða jafnvægislausnina í hettu glassins. Ef húð, augu eða munnur komast í snertingu við lausnina skaltu þvo svæðið með vatni. Geymdu DNA-settið þar sem börn ná ekki til.

Hristu glasið í að minnsta kosti fimm sekúndur.

Þetta mun tryggja að sýnið þitt blandist vel við jafnvægislausnina, þannig að hægt sé að vinna úr sýninu þínu eins og best verður á kosið á rannsóknarstofunni okkar.


Settu glasið í sýnatökupokann.

Settu sýnið í sýnatökupokann sem fylgir með DNA-settinu þínu. Lokaðu pokanum með límbandi.


Póstleggðu sýnið

Settu sýnið þitt í fyrirframgreiddu póstöskjuna. Lokaðu öskjunni með límbandinu og sendu með pósti.

Þegar niðurstöðurnar þínar eru tilbúnar munum við hafa samband við þig í gegnum netfangið sem tengt er við Ancestry.com reikninginn þinn. Eftir það muntu geta nálgast persónusniðnu niðurstöður þínar hvenær sem er á Ancestry.com.