Skráðu þig vinsamlegast inn til að virkja DNA-settið þitt.
Ertu ekki með reikning?
Þú verður að virkja DNA-settið þitt til að geta fengið að sjá niðurstöðurnar þínar. Einkvæmi virkjunarkóði þinn er sá sami og sá sem við notum til að bera kennsl á DNA-sýnið þitt. Af persónuverndar- og öryggisástæðum er DNA-sýnið þitt eingöngu auðkennt með virkjunarkóðanum, ekki persónuupplýsingunum þínum.
Einkvæma virkjunarkóðan þinn er að finna á sýnatökuglasinu. Kóðinn samanstendur af 15 tölustöfum og bókstöfum. (Þú þarft ekki að slá inn bandstrik). Þú getur líka fundið virkjunarkóðann þinn á umbúðum sýnatökuglassins og í leiðbeiningabæklingnum fyrir settið þitt. ATH.: Ef þú pantaðir fleiri en eitt próf, skaltu gæta þess að þú hafir virkjað kóðann fyrir þitt DNA-sýni.
Allir aðilar eldri en 18 ára verða að stofna sinn eigin reikning og virkja sitt eigið sett. Þú getur boðið öðrum Ancestry notendum að skoða og vinna saman að reikningnum þínum á síðunni „Niðurstöður DNA-prófa“.
Niðurstöður þínar ættu að liggja fyrir 6-8 vikum eftir að við fáum DNA-sýnið þitt. Stundum getur það tafist vegna mikillar eftirspurnar. Þú munt fá tilkynningu í tölvupósti þegar settið þitt er virkjað og þegar niðurstöðurnar þínar eru tilbúnar. Skráðu þig inn á AncestryDNA heimasíðuna þína hvenær sem er til að fylgjast með hvernig miðar hjá okkur.
Leiðbeiningar um hvernig á að virkja DNA-settið þitt er að finna >hér.
Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar þú hefur virkjað DNA-settið þitt. Eftir að þú hefur fengið þessi staðfestingarstkilaboð þá getur þú athugað stöðuna hvenær sem er með því að fara í DNA-flipann og velja „Yfirlit yfir DNA-niðurstöður þínar“.
Já. Eftir að þú hefur sótt ókeypis AncestryDNA appið okkar fyrir Android og iOS þá getur þú notað símann til að virkja settið þitt, rekja prófið þitt og fá niðurstöðurnar þínar.
15 stafa virkjunarkóðann er að finna á sýnatökuglasinu, umbúðum sýnatökuglassins og í leiðbeiningabæklingnum fyrir settið þitt.
Ef þú gerðir mistök í virkjunarferlinu fyrir DNA-settið þitt þá getur þú lagað eða uppfært reikningsupplýsingarnar með stillingarflipanum á síðunni „Yfirlit yfir DNA-niðurstöður“.
Þú getur eingöngu virkjað DNA-sett fyrir ólögráða barn ef þú ert foreldri eða forráðamaður viðkomandi. Hins vegar verða allir aðilar eldri en 18 ára að stofna sinn eigin reikning og virkja sitt eigið sett. Þú getur boðið öðrum Ancestry notendum að skoða og vinna saman að reikningnum þínum á síðunni „Niðurstöður DNA-prófa“.