Skilmálar Ancestry

Gildir frá: 17. janúar 2024

 

Samantekt á breytingum

Þessari samantekt er ætlað að hjálpa þér að skilja betur nýjustu breytingarnar á skilmálum Ancestry og hvernig breytingarnar geta haft áhrif á þig. Við hvetjum þig til að skoða skilmálana í heild sinni sem og persónuverndaryfirlýsinguna.

Nýlegustu breytingarnar:

  • Við bættum við texta til að útskýra betur hvernig efni sem þú hleður upp er notað á Ancestry® þjónustum og ábyrgð þína á slíku efni til að halda vettvangi okkar öruggum.
  • Við bættum við texta til að fjalla um nýja eiginleika innan AncestryDNA® samsvörunarþjónustunnar og AncestryDNA® eiginleika eða þjónustu sem gætu verið í boði í framtíðinni.
  • Við bættum við texta til að skýra skilmála varðandi notkun þína á þjónustunni.
  • Við bættum við texta til að lýsa því hvernig við notum meðmælakerfi.

Velkomin á Ancestry®, heimsins stærsta fjölskyldusögu-gagnagrunn til að byggja fjölskyldutré til að finna nýja ættfeður og deila niðurstöðunum með fjölskyldunni. Vinsamlegast lesið eftirfarandi skilmála vandlega þar sem þeir stjórna notkun þinni af Ancestry vörum hlutdeildarfélaga okkar. Til að hjálpa þér að lesa þessa skilmála höfum við skipt þeim niður í eftirfarandi hluta:

 

1.   Kynning á þjónustunni
2.   Ancestry efni
3.   Efnið þitt
4.   Endurnýjun og uppsögn á þjónustu Ancestry
5.   Lokun eða tímabundin lokun reiknings þíns
6.   Engin ábyrgð eða trygging
7.   Takmörkuð ábyrgð Ancestry
8.   Þín trygging
9.   Þjónusta sem önnur fyrirtæki bjóða upp á
10.   Úrlausn ágreiningsmála, gerðardómur og eftirgjöf hópmálsókna
11.   Ýmislegt

1.  Samantekt og þjónustuleiðir:

Með því að nota vefsíður, þjónustu og farsímaforrit Ancestry sem tengjast þessum skilmálum („skilmálarnir“)— Ancestry®, AncestryDNA®, Newspapers.com, Find a Grave®, Fold3®, Forces War Records, Archives® og WeRemember®—auk annarra tengdra vörumerkja („þjónustan"), samþykkir þú þessa skilmála. Allir nýir eiginleikar sem fylgja þjónustuleiðunum í framtíðinni munu einnig falla undir þessa skilmála.

Þú ert að ganga að þessum skilmálum með tilteknum Ancestry aðila eftir því hvaða þjónustu þú ert að nota og hvar þú ert staðsettur. Sjá lista yfir Ancestry aðila hér að neðan eftir þjónustu og landfræðilegri legu. Allar tilvísanir til „Ancestry“, „okkur“, „við“ eða „okkar“ í þessum skilmálum vísa til viðkomandi Ancestry aðila á þeim lista. Við áskiljum okkur rétt á að breyta Ancestry aðilanum sem er aðili þessa samnings hvenær  sem er.

Þessir skilmálar innihalda með tilvísun í aukalegar stefnur og yfirlýsingar, þ.m.t. samfélagsreglur, vafrakökustefnu, höfundarréttarstefnu, endurnýjunar- og uppsagnarskilmála, sem og persónuverndarstefnu okkar, sem útskýrir hvernig við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar. Vinsamlegast lesið öll þessi skjöl vel til að skilja réttindi þín og ábyrgð þegar þú notar þessa þjónustu. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála ættir þú ekki að nota þjónustu okkar.

Aðrir skilmálar geta gilt þegar þú skráir þig í nýja þjónustu eða nýtir þér tilboð eða sérstök tilboð. Þú verður upplýst/ur um þessa skilmála fyrirfram og þeir verða hluti af samningi þínum við okkur. Ef einhverjir viðbótarskilmálar stangast á við þessa skilmála munu viðkomandi viðbótarskilmálar gilda.

Ef spurningar um þessa skilmála eða Þjónustuleiðir vakna, vinsamlegast  hafið samband.

1.1 Óvæntar niðurstöður

Þegar þú notar þjónustuna gætir þú uppgötvað óvæntar staðreyndir um sjálfan þig eða fjölskyldu þína. Þú gætir fundið efni sem þér finnst vera móðgandi, ónákvæmt eða andmælanlegt á annan hátt. Þótt þú gætir haft sterk tilfinningaleg viðbrögð, eins og aðrir sem þú deilir þessum uppgötvunum með, samþykkir þú skýlaust að taka þá áhættu sem felst í notkun þinni á þjónustunni og að Ancestry sé ekki ábyrgt fyrir félagslegum, tilfinningalegum eða lagalegum afleiðingum af þeim uppgötvunum og uppákomum. Fyrir frekari upplýsingar um takmarkaða ábyrgð Ancestry, vinsamlegast sjá kafla 7 í þessum skilmálum.

1.2 Hæfi til að nota þjónustuna

Allir sem nota þjónustuna, hvort sem þeir eru óskráðir gestir, gjaldfrjálsir skráðir gestir, notendur í áskrift eða kaupendur eða skráðir fyrir AncestrDNA-settum, eru „notendur.“ Notendur geta þurft að skrá sig fyrir reikningi til að nota ákveðna þjónustu og þú samþykkir að veita nákvæmar, heildstæðar og núgildandi upplýsingar um þig þegar þú skráir þig.

Þjónustan er ætluð fyrir notendur sem hafa náð sjálfræðisaldri þar sem boðið er upp á þjónustuna. Ef þú ert eldri en 13 en hefur ekki náð sjálfræðisaldri þar sem þú býrð, geturðu nýtt þér þjónustuna (að undanskilinni DNA-þjónustu) með leyfi foreldris eða forráðamanns. Börnum yngri en 13 ára er óheimilað að búa til reikninga, þeim er hins vegar heimilað að nota AncestryClassroom í skólanum (ef við á) eða með leyfi foreldris eða forráðamanns.

1.3 Notkun þjónustu

Í skiptum fyrir aðgang að þjónustunni samþykkir þú að:

  • Fylgja samfélagsreglum, vafrakökustefnu, höfundarréttarstefnu, og endurnýjunar- og uppsagnarskilmálum  Ancestry;
  • Hlíta öllum gildandi lögum;
  • Bera ábyrgð á notkun og virkni innan Þjónustuleiða sem fer fram í gegnum reikninginn þinn eða með innskráningarupplýsingunum þínum;
  • Að hafa  samband við okkur ef þig grunar að reikningurinn þinn hafi verið notaður án þíns leyfis eða ef þú telur að innskráningarupplýsingum hafi verið stolið;
  • Að endurselja ekki Þjónustuleiðir eða endurselja, fjölfalda eða birta neitt efni eða upplýsingar sem finna má í gegnum þjónustu okkar, nema eins og sérstaklega er lýst í þessum skilmálum;
  • Að sniðganga ekki, slökkva á eða trufla á annan hátt öryggistengda eiginleika þjónustunnar, þar á meðal með því að leyfa óviðkomandi þriðja aðila að fá aðgang að þjónustunni með því að nota aðgangsupplýsingar þínar;
  • Að miðla ekki, fá aðgang að eða safna gögnum frá neinni þjónustu í í miklu magni eða reyna að fá aðgang að gögnum án leyfis–hvort sem er handvirkt eða með sjálfvirkum hætti. Þetta á meðal annars við, án þess að tæmandi sé talið, notkun á gervigreind, yrkjum, skriðlum, köngulóm, gagnanámum eða skröpum; og
  • Að nota ekki þjónustuna í tengslum við nein dómsmál.

1.4 Viðbótarskilmálar sem gilda um notkun þína á DNA-þjónustu

Tilgangur DNA-þjónustunnar er að veita erfða- og ættfræðilegar niðurstöður og skýrslur í tengslum við það til upplýsinga-, afþreyingar- eða fræðsluskyni og fyrir persónulegar rannsóknir. Eins og það er notað í þessum skilmálum vísar hugtakið „DNA-þjónusta“ til notkunar og skráningar á Ancestry DNA-prófunarbúnaðinum eða upphleðslu DNA-gagnanna þinna, vinnslu og erfðafræðiprófunar á sýni þínu, varðveislu sýnis þíns og útdregins DNA (eftir því sem við á) og vef- eða farsímaforrita okkar sem veita þér mat á þjóðerni, upplýsingar um eiginleika og aðrar niðurstöður og þjónustu í tengslum erfðafræði.

1.4.1 Hæfi til að nota DNA-þjónustuna

DNA-þjónustan er ætluð þeim sem hafa náð sjálfráða aldri þar sem DNA-þjónustan er boðin og maður verður að vera minnsta kosti sjálfráða til að kaupa og skrá sig fyrir AncestryDNA-prófunarbúnaði eða hlaða upp DNA-gögnunum. Til að hjálpa okkur að tryggja heilleika og gæði gagnagrunnsins okkar og standa vörð um persónuupplýsingarnar þínar verður hver fullorðinn einstaklingur sem leggur til sýni fyrir DNA-próf eða hleður upp DNA-gögnunum sínum að stofna sinn eigin reikning og skrá sitt eigið próf. Á meðan skráningu stendur, verður þú að samþykkja sérstaklega vinnslu persónuupplýsinga. Sem foreldri eða forráðamaður, getur þú látið okkur í té persónuupplýsingar ósjálfráða barns þíns og þú getur samþykkt DNA-þjónustu fyrir hönd ósjálfráða barns þíns með notkun á reikningi þínum. Með því að skrá DNA-próf fyrir hönd eða leggja til einhverjar persónuupplýsingar ólögráða einstaklings þá ert þú að fullyrða að þú sért foreldri eða forráðamaður þessa ólögráða einstaklings. Þú samþykkir einnig að þú hafir rætt DNA-þjónustan við ólögráða einstaklinginn og ólögráða einstaklingurinn hefur samþykkt söfnun og úrvinnslu á sýni hans.

1.4.2 Notkun þín á DNA-þjónustunni

Til viðbótar við skilyrði sem sett eru fram í kafla 1.3 hér að ofan samþykkir þú einnig að:

  • Þú munir ekki endurselja AncestryDNA-prófunarbúnað;
  • Sýnin sem þú veitir eru annað hvort þín eigin eða einstaklings undir þinni forsjá;
  • Öll DNA-gögn sem þú hleður upp eru þín eign;
  • Að þú munir ekki senda okkur sýni í bága við útflutningsbann eða önnur lög;
  • Að með því að láta okkur í té sýni öðlast þú ekki rétt á rannsóknum eða söluvörum sem þróaðar eru af okkur eða samstarfsaðilum okkar og færð engar greiðslur í tengslum við slíkar rannsóknir eða vöruþróun; og
  • Að þú munir ekki nota upplýsingarnar sem fengnar eru í gegnum DNA-þjónustu (þar á meðal öll DNA-gögn sem hlaðið hefur verið niður) í heild sinni, að hluta og/eða ásamt öðrum gagnagrunni eða þjónustu, í hvers kyns læknisfræði-, greiningar- eða faðernisprófunartilgangi, í hvers kyns dómsmeðferð eða í hvers kyns tilgangi þar sem verið er að mismuna eða brjóta lög.

1.4.3 Veiting Ancestry á DNA-þjónustu

Þú samþykkir að til að auðvelda þér aðgang að DNA-þjónustunni kunnum við með beinum hætti eða í gegnum önnur fyrirtæki sem hjálpa okkur að veita DNA-þjónustuna að:

  • útvega öðrum fyrirtækjum sem hjálpa okkur að veita DNA-þjónustuna, svo sem rannsóknarstofum eða lífsýnabönkum;
  • draga DNA úr sýni þínu;
  • framkvæma erfðafræðilegar prófanir í Bandaríkjunum (eða, í framtíðinni, í öðrum löndum) á DNA sem dregið er úr sýninu er með því að nota prófunaraðferðir sem eru tiltækar núna eða verða þróaðar síðar;
  • bera DNA-gögn þín saman við DNA-gögn annarra notenda til að veita þér DNA-þjónustu, þar á meðal að finna samsvörun við aðra í gagnagrunninum okkar sem þú deilir DNA með (þú ræður hvort þú viljir að DNA-pörunaraðilar þínir geti séð þig eða þú séð þá) ;
  • birta þér og öðrum sem þú hefur veitt heimild, niðurstöður prófana sem gerðar eru;
  • Varðveisla DNA-gagna þinna;
  • Varðveita sýni þitt og DNA sem dregið hefur verið úr því í lífsýnabanka í Bandaríkjunum eða eyða sýninu og DNA sem fengið hefur verið úr því eftir að sýni þitt hefur verið unnið; þegar þú hefur sent okkur það, ekki mun vera hægt að skila sýninu eða DNA til þín aftur. Þú getur beðið um að við eyðum sýninu og DNA efni sem fengið hefur verið úr því. Í ákveðnum tilfellum kunnum við að eyða sýnum og/eða DNA sem fengið hefur verið úr því til að viðhalda gæðum lífsýnabanka;
  • gera tilteknum samstarfsaðilum okkar á rannsóknarstofu kleift að nota hluta af virkum eða óvirkum sýnum til að kvarða eða sannprófa tæki, búnað eða rannsóknarstofuaðferðir sem notaðar eru við að veita DNA-þjónustu; og
  • nota erfðafræðilegar upplýsingar þínar og aðrar persónuupplýsingar eins og lýst er í þessum skilmálum og persónuverndaryfirlýsingu.

1.4.4 Að hlaða niður DNA-gögnum þínum

Við verndum upplýsingarnar þínar eins og lýst er í persónuverndaryfirlýsingu okkar. Ef þú kýst að hlaða niður afriti af DNA-gögnum þínum er það afrit ekki varið af öryggisráðstöfunum okkar og þú ert ein(n) ábyrg(ur) fyrir því að geyma, tryggja og vernda þau gögn sem hlaðið er niður. Ancestry ber enga ábyrgð ef þú velur að deila sótt DNA-gögn þín með öðrum, hvort sem er viljandi eða óviljandi. DNA-gögnin þín eru eingöngu ætluð til persónulegra nota.

Þetta á meðal annars við, án þess að tæmandi sé talið, notkun á gervigreind, yrkjum, skriðlum, köngulóm, gagnanámum eða skröpum; og

Ef þú hefur fengið beinmergs- eða stofnfrumuígræðslu getur sýni þitt innihaldið frumur með þínu DNA ásamt því að innihalda frumur DNA-gjafa þíns. DNA fyrir erfðafræðiprófið er dregið úr frumunum í sýninu og ef um er að ræða samsett DNA getur það leitt til þess að prófið takist ekki eða að niðurstöðurnar byggist á DNA-gjafa þínum. Því mælum við ekki með því að þeir aðilar sem hafa fengið beinmergs- eða stofnfrumuígræðslu taki AncestryDNA-prófið. Ef þú hefur þegar tekið prófið, skaltu hafa samband við okkur og fá frekari aðstoð.

2. Ancestry efni

Þjónustan inniheldur ljósmyndir, myndbönd, skjöl, skrár, efnisskrár og annað efni sem Ancestry lætur þér í té („Ancestry efni“) sem fer eftir áskriftartegund þinni og staðsetningu. Fyrir utan skrár WebSearch, sem stjórnast af skilmálum þriðju aðila sem hýsa skrárnar, telst allt Ancestry efni í eigu okkar eða í okkar höndum samkvæmt leyfi og má aðeins nota í samræmi við þessa skilmála, þar með talið það Ancestry efni sem ekki nýtur verndar á höfundarrétti („Efni sem ekki nýtur verndar á höfundarrétti”).

2.1 Hugverkaréttur á efni Ancestry

Allir þættir þjónustunnar sem eru búnir til af okkur eða undir stjórn okkar, eða þar sem höfundarrétti hefur verið framselt til okkar eða þegar hann hefur verið leigður til okkar, eru háðir vernd á höfundarrétti í því landi sem við á og alþjóðlegum samþykktum. Fyrir nánari upplýsingar um höfundarréttarstefnu okkar skaltu smella hér. Þjónustan inniheldur vörumerki sem eru í eign okkar og vernduð samkvæmt svæðisbundnum lögum um vörumerki og samningum. Notkun á vörumerkjum og góðvilja sem til verður vegna þess mun verða okkur til góða. Þjónustan og vörur sem eru tengdar þjónustu okkar eru verndaðar með einkaleyfum í Bandaríkjunum og öðrum löndum út um allan heim. Fyrir frekari upplýsingar um einkaleyfi okkar, smelltu hér. Við og leyfishafar okkar munu halda eignarhaldi á öllum rétti á notkun á þjónustunni og hlutum hennar.

2.2 Notkun þín á efni Ancestry

Þegar þú hefur aðgang að Ancesty efni samþykkir þú að:

  • nota Ancestry efni eingöngu í sambandi við persónulega notkun þína á þjónustuna eða sem hluta af fjölskyldutengdum ættfræðirannsóknum;
  • hlaða aðeins niður Ancestry efni í sambandi við fjölskyldusögurannsóknir eða þar sem það er sérstaklega heimilað af Ancestry;
  • að fjarlægja ekki höfundarréttarmerki eða eignarhaldstilkynningar af Ancestry efni;
  • að nota ekki marktæka hluta efnis Ancestry fyrir utan þjónustuna eða á þann hátt sem er ekki í samræmi við áskrift þína og
  • að hafa samband við okkur til að afla skriflegs leyfis okkar ef þú vilt nota meira en lítinn hluta af myndum og skjölum sem njóta ekki höfundarréttar.

2.3 Meðmælakerfi

Ancestry rekur tiltekin meðmælakerfi, þ.m.t.Ancestry Hints, Ancestry Search ogMy Ancestry Feed. Meðmælakerfi okkar sía Ancestry og notendaefni til að bæta notendaupplifun þína og stinga upp á efni sem gæti átt við þig. Ancestry Hints virkar með því að stinga upp á skrám sem kunna að tengjast einstaklingum sem notandi hefur sett inn í Ancestry ættartré sitt og gerir notanda kleift að vista þessa skrá í ættartré sínu. Search on Ancestry gerir notanda kleift að leita að skrám í skráarsafni Ancestry. My Ancestry Feed hjálpar notendum að fá upplýsingar um nýlega atburði sem tengjast trjánum þeirra og fjölskylduhópum. Sumar þjónustur okkar veita þér persónusniðnar auglýsingar og aðrar ráðleggingar byggðar á gögnum sem við söfnum eins og útskýrt er í persónuverndaryfirlýsingu okkar.

3. Efnið þitt

Ákveðin þjónusta kann að heimila þér að leggja til efni, þar á meðal en ekki takmarkað við; (i) ættartré, (ii) fjölskylduminningar eins og ljósmyndir, hljóð-/myndbandsupptökur og sögur, (iii) skráningarskýringar, athugasemdir, skilaboð og (iv) endurgjöf sem Ancestry er veitt um þjónustuna („efnið þitt“). Efni þitt sem inniheldur persónuupplýsingar mun vera meðhöndlað í samræmi við persónuverndaryfirlýsinguna.

3.1 Þú stjórnar efni þínu

Ancestry kveðst ekki hafa eignarhald á efni þínu, stjórna því hvernig þú velur að deila efni þínu á þjónustunni eða takmarka hvernig þú deilir efni þínu fyrir utan Ancestry-þjónustuna. Þú getur eytt efni þínu með að fylgja upplýsingum sem þér eru gefnar innan þjónustunnar eða með því að skrá þig inn á „minn reikning“ og eyða reikningnum þínum. Ef þú sendir inn endurgjöf, skráir skýringar eða kemur með ábendingar varðandi Ancestry eða þjónustuna okkar, samþykkir þú að slíkar upplýsingar munu ekki teljast trúnaðarmál né undir eignarhaldi og við megum nota endurgjöfina, skrá skýringar eða ábendingar í hvaða tilgangi sem er án skuldbindingar eða greiðslu til þín.

3.2 Notkun á efninu þínu

Með því að senda inn efni þitt veitir þú Ancestry óeinkarétt, undirleyfishæft, um allan heim, þóknunarfrjálst leyfi til að hýsa, geyma, skrá, afrita, birta, dreifa, veita aðgang að, búa til afleidd verk af og nota á annan hátt efnið þitt til að veita, kynna eða bæta þjónusta, í samræmi við friðhelgi þína og deilingarstillingar. Þú getur endurkallað Ancestry-leyfi þitt með því að eyða efni þínu, nema að því leiti sem þú deildir efninu þínu með öðrum og að þeir hafi notað efni þitt. Þú samþykkir einnig að Ancestry eigi atriðaskrár og samantektir sem innihalda efni þitt og geti notað þær eftir að efni þínu hefur verið eytt.

3.3 Ábyrgð þín á efninu þínu

Þú berð ábyrgð á ákvörðunum um að búa til, hlaða upp, birta eða deila efni þínu. Með því að miðla eða hafa aðgang að efni þínu samþykkir þú að:

  • þú sért með öll nauðsynleg lagaleg réttindi til að hlaða upp eða birta efni þitt;
  • efni þitt brýtur ekki gildandi lög.
  • Efnið þitt sem þú deilir opinberlega mun ekki innihalda persónuupplýsingar eins og þær eru skilgreindar í persónuverndaryfirlýsingu okkar um lifandi einstakling án samþykkis þeirra. Ef þú ert ekki sjálfráða þarft þú að fá samþykki frá foreldrum þínum eða forráðamönnum;
  • allt efni frá þér skal uppfylla samfélagsreglur;
  • ef þú deilir efni þínu opinberlega geta aðrir notendur haft aðgang að og notað efni þitt sem hluta af, eða í sambandi við þjónustuna. Við erum ekki skuldbundin til að fjarlægja efni þitt þegar því hefur verið deilt opinberlega.
  • Þú munt aðeins nota efni annarra notenda innan Ancestry-þjónustunnar og í samræmi við þessa skilmála og aðrar stefnur sem þeir vísa í;
  • Ancestry áskilur sér rétt til að skoða efnið þitt og skima það með tilliti til ólöglegs efnis og annars efnis sem brýtur gegn þessum skilmálum, þ.m.t. samfélagsreglurnar og að fjarlægja eða ógilda aðgang þinn að ólöglegu efni eða efni þínu sem við teljum að brjóti gegn þessum skilmálum. Við munum einnig fjarlægja efnið þitt ef okkur er það skylt samkvæmt gildum dómsúrskurði eða ef það er áskilið í gildandi lögum; og
  • Alvarleg eða endurtekin brot munu leiða til þess að reikningi þínum verði lokað eða honum eytt í samræmi við reglur Ancestry um eftirlit með efni. Upplýsingar um verklag sem Ancestry notar til að meta og fjarlægja efni er að finna hérna.

3.4 Tilkynningar um brot á þessum skilmálum

Ancestry mun tilkynna hverjum notanda sem hefur tilkynnt okkur um efni sem brýtur gegn skilmálum okkar um ákvörðun Ancestry um að grípa til aðgerða gegn efninu og mun, þar sem við á, tilkynna notandanum sem lét efnið í té um ákvörðun um að fjarlægja eða takmarka aðgang að efni. Allir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun Ancestry um efni geta haft samband við Ancestry hérna til að áfrýja, eða leitað réttar síns ef þú ert notandi með aðsetur í ESB í tengslum við ákvörðunina.

Ef þú hefur áhyggjur af því að efni brjóti á samfélagsreglum,, brjóti á réttindum þínum, innihaldi ólöglegt efni, eða brjóti á þessum skilmálum á annan hátt skaltu hafa samband við okkur eða leggja fram skýrslu á netinu. Við virðum höfundarrétt annarra. Fyrir kvartanir sem snúa að brotum á höfundarrétti eða til að senda tilkynningar um brot á höfundarrétti og beiðni um að taka efni niður, þ.m.t. þær sem snúa að U.S. Digital Millennium Copyright Act skaltu smella hér.

4. Endurnýjun og uppsögn á þjónustu Ancestry

Kaup þín á og áskrift(um) að einhverri af Þjónustuleiðum okkar eru háð endurnýjunar- og uppsagnarskilmálum.

5. Lokun eða tímabundin lokun reiknings þíns

Við áskiljum okkur rétt á að takmarka, loka varanlega eða tímabundið á aðgang þinn að þjónustunni ef þú brýtur gegn þessum skilmálum eða samfélagsreglunum. Ef við nýtum þessi réttindi munum við upplýsa þig um ástæðuna fyrir ákvörðun okkar. Ef ákvörðun er byggð á ólögmæti efnisins þíns munum við einnig útskýra hvers vegna við teljum að það sé ólöglegt. Ef gildandi lög þar sem þú býrð fara fram á aukalega tilkynningu eða vinnsluferli, munum við veita þér slíka tilkynningu eða vinnsluferli. Nema að því marki sem lög kveða á um annað munum við ekki endurgreiða áskriftargjald eða kaupverð fyrir DNA-prófunarbúnað ef þú tapar aðgangi þínum að þjónustunni vegna brota á þessum skilmálum eða samfélagsreglunum.

Ef þú ert áskriftarhafi og stöðvar áskrift þína vegna brots okkar á þessum skilmálum, og eftir að hafa veitt okkur 30 daga frest til að bæta úr málinu án efnda, munum við endurgreiða þér öll fyrirframgreidd gjöld hlutfallslega.

6. Engin ábyrgð eða trygging

Í samræmi við kafla 10.2.1, veitum við þér þjónustuna og Ancestry efni „eins og það kemur fyrir“, þ.e.a.s. án allrar tryggingar eða ábyrgðar. Að því marki sem lög leyfa, höfnum við allri ábyrgð, hvort sem er beinni eða óbeinni, þar með talið óbeinum ábyrgðum um söluhæfi vörunnar og hæfi vörunnar til notkunar í tilteknum tilgangi eða að ekki sé brotið gegn höfundarrétti. Við gefum engin loforð með tilliti til (a) Ancestry-efnis, (b) efnis frá notanda, (c) sérstakrar virkni þjónustunnar, (d) gæða, nákvæmni, áreiðanleika eða framboðs á efni eða þjónustu Ancestry, (e) að þjónustu séu lausar við vírusa og aðra skaðlega hluti.

Við erum stöðugt að vinna að því að bæta þjónustuna. Ancestry gerir oft tilraunir og prófar nýja notendavalmöguleika sem ekki eru aðgengilegir öllum. Ancestry lofar ekki að tilraunir eða nýir notendavalmöguleikar séu viðvarandi eða þeir stækkaðir. Ancestry kann að bæta við eða fjarlægja virkni eða notendavalmöguleika af þjónustunni eða stilla hvaða þjónusta er fáanleg í samræmi við reikningstegund þína. Fyrir frekari upplýsingar um réttindi þín, vinsamlegast sjá kafla 10 og endurnýjunar- og uppsagnarskilmálana.

7. Takmörkuð ábyrgð Ancestry

Með því að nota þjónustuna samþykkir þú að ábyrgð Ancestry er takmörkuð að því leiti sem slíkt er heimilað í lögum. Við munum ekki bera ábyrgð á neinu óviljandi tjóni, raunverulegu, tilfallandi eða afleiddu tjóni, eða tjóni eða kröfum af neinu tagi. Ef þú býrð í lögsögu sem heimilar okkur ekki að takmarka ábyrgð okkar á altækan hátt kunna sumar af þessum takmörkunum ekki að gilda um þig.

Ef þú ert óánægður með einhverja af þjónustu okkar eða með einhverja staðhæfingu í þessum skilmálum, þá er eina úrræðið þitt að hætta að nota þjónustuna og, ef þú ert að nota áskriftarþjónustu okkar, að stöðva áskriftina eins og lýst er hér. Heildarábyrgð okkar í hverju því sem tengist þjónustunni eða þessum skilmálum takmarkast við heildarupphæðina sem þú greiddir okkur á 12 mánaða tímabilinu sem leiddi að tilvikinu sem leiddi til ábyrgðarkröfu. Þessi takmörkun ábyrgðar gildir að fullu um íbúa í New Jersey.

8. Þín trygging

Þú samþykkir að þú munir gera Ancestry, hlutdeildarfélög þess og dótturfélög viðkomandi fulltrúa, stjórnarmanna, starfsmanna, umboðsmanna, eftirmanna og framseljenda („Ancestry-aðilar”) óskaðabótaskyld með tilliti til allra krafa, skaðabóta eða annars kostnaðar (þ.m.t. þóknun lögmanns) sem stafar af notkun þinni á þjónustu okkar og (a) brot þitt á þessum skilmálum eða öðrum skjölum sem teljast innifalin hér vegna tilvísunar; (b) brot þitt á réttindum annars aðila; eða (c) hvers kyns kröfu sem tengist efni þínu, þar með taldar kröfur þess eðlis að þitt efni þitt hafi valdið öðrum aðila skaða. Þessi skaðleysisskylda heldur gildi sínu eftir að þú hættir að nota þjónustuna. Að auki leysir þú Ancestry-aðila undan öllum kröfum, aðgerðum eða málshöfðunum í tengslum við efni þitt, þar með talin hvers kyns ábyrgð sem tengist notkun okkar eða skortur á notkun á efni þínu, kröfur vegna ærumeiðinga, brot á friðhelgi einkalífsins, óheimil notkun á þinni persónu, tilfinningalega vanlíðan eða fjárhagslegt tjón.

9. Þjónusta sem önnur fyrirtæki bjóða upp á

Þjónustan getur innihaldið slóðir á vefsíður sem þriðju aðilar reka, en slíkt skal ekki túlkað sem stuðningur, samþykki eða ábyrgð á slíkum síðum. Ancestry ábyrgist ekki eða tryggir vefsíður þriðju aðila, efni þeirra, vörur eða þjónustu. Vinsamlegast skoðið vandlega notkunarskilmálana og persónuverndaryfirlýsingar fyrir vefsíður þriðju aðila sem geta verið ólíkar Ancestry.

10. Úrlausn ágreiningsmála, gerðardómur og undanþága frá hópmálsóknum

VINSAMLEGAST LESIÐ ÞENNAN HLUTA VANDLEGA. ÞETTA HEFUR ÁHRIF Á LAGALEGAN RÉTT ÞINN ÁSAMT RÉTTI ÞÍNUM TIL HÖFÐA LÖGSÓKN FYRIR RÉTTI.

Við kappkostum að halda viðskiptavinum okkar ánægðum. Ef ágreiningur kemur upp á milli þín og Ancestry er markmið okkar að bjóða upp á hagkvæma leið til að leysa ágreininginn með skjótum hætti. Ef upp koma einhverjar áhyggjur eða ágreiningur í tengslum við þjónustuna, samþykkir þú að reyna fyrst að leysa ágreiningsmálið með óformlegum hætti með því að hafa samband við okkur.

10.1 Fyrir viðskiptavini í Bandaríkjunum

Þú og Ancestry sættist á að þessir skilmálar hafi áhrif á milliríkjaviðskipti og að túlkun og framfylgd þessara gerðardómsákvæða heyri undir alríkisgerðardómslögin (Federal Arbitration Act).

Eins og það er notað í þessum samningi er hugtakinu „ágreiningur“ ætlað að vera eins víðtækt og lagalega leyfilegt og felur í sér, en takmarkast ekki við, allar deilur milli þín og annarra aðila sem þú hefur haft samskipti við fyrir hönd Ancestry annars vegar, og Ancestry, þar á meðal foreldra, dótturfélaga, forvera, arftaka, framseljenda eða hlutdeildarfélaga, hins vegar, sem stafa af eða tengjast á einhvern hátt skilmálunum, þessum gerðardómssamningi eða samskiptum þínum eða sambandi við Ancestry. Ennfremur, ef þú hefur eða munt nota þjónustu Ancestry eða á annan hátt í samskiptum við Ancestry fyrir hönd ólögráða eða annars einstaklings sem þú ert foreldri eða forráðamaður fyrir, samþykkir þú, fyrir hönd ólögráða barnsins eða annars einstaklings, að ágreiningur sem rís vegna eða í tengslum við slíka notkun á þjónustu Ancestry eða önnur samskipti við Ancestry skulu vera háð gerðardómi, eins og sett er fram hér, og háð öðrum samningum sem settir eru fram hér (þar á meðal undanþága frá hópmálssóknum); þú staðfestir ennfremur að þú hafir heimild til að gera slíkan samning fyrir hönd ólögráða barnsins eða annarra. Allur ágreiningur milli okkar verður leystur með endanlegum og bindandi gerðardómi í samræmi við skilmála þessa samnings, með eftirfarandi þremur undantekningum:

  • Sérhver aðili að þessum samningi skal hafa möguleika á að leysa hvers kyns ágreining, ef hann uppfyllir skilyrði, fyrir smámáladómstólnum sem hefur lögsögu yfir búsetustað þínum. Ef einhver ágreiningur felur í sér kröfur um bæði (1) skaðabætur eða greiðsluaðlögun og (2) sanngjarnan eða lögbannsúrlausn, að því marki sem smámáladómstóllinn með lögsögu mun ekki leysa úr kröfum um sanngjarnan eða lögbannsúrlausn, skal hver aðili eiga kost á að leysa úr kröfum um peningalegan greiðsluaðlögun eða skaðabætur fyrir smámáladómstóli, og hvers kyns kröfu um sanngirni eða lögbann skal leyst úr gerðardómi samkvæmt samningi þessum. Ef kröfurnar í einhverri beiðni eða kröfu um gerðardóm hefðu getað borist fyrir smámáladómstóli, þá getur hver aðili valið að fá kröfurnar teknar fyrir fyrir smámáladómstóli frekar en í gerðardómi, hvenær sem er áður en gerðarmaðurinn er skipaður, með því að tilkynna hinn aðilinn (eða aðilarnir) að eigin vali skriflega. Ef þetta ákvæði eða takmörkun á að höfða mál fyrir smámáladómstóli reynist ógilt, skal þetta ákvæði vera aðskiljanlegt og fer málið fyrir gerðardóm; á engan hátt mun þetta ákvæði leyfa að mál sé höfðað á flokks-, fulltrúa- eða samstæðugrundvelli.
  • Hver aðili getur aðeins höfðað mál fyrir dómstólum í Utah-ríki vegna kröfu um einkaleyfi eða brot á höfundarrétti.
  • Ef það uppfyllir skilyrði, getur þú lagt kröfu til viðkomandi alríkisstofnunar, ríkisstofnunar eða staðbundinnar stofnunar sem gæti leitað lausnar í máli þínu gegn okkur fyrir þína hönd.

10.1.1 FAA gildir

Þessi samningur um gerðardóm og deilur eða kröfur sem verða vegna þessa samnings eða brot á ákvæðum hans skulu lúta málaferlaákvæðum alríkisgerðardómslaganna (e. Federal Arbitration Act) (9 U.S.C. § 1 et seq.). Aðilarnir skilja og samþykkja að það séu aðeins alríkisgerðardómslögin sem ákvarða túlkun og fullnægingu þessa samnings um gerðardóm, og að málaferlaákvæði annarrar lögsögu skuli ekki gilda um túlkun og fullnægingu þessa samnings um gerðardóm eða deilu eða kröfur sem snúa að túlkun eða fullnægingu þessa samnings um gerðardóm.

10.1.2 Úrlausn deilumála fyrir gerðardóm

Ef aðili leitar gerðardómar samkvæmt þessum samningi verður aðilinn sem leitar gerðardómar fyrst að tilkynna hinum aðilanum í málaferlinu skriflega um slíkt í með að minnsta kosta 60 daga fyrirvara áður en hann hefur mál. Viðeigandi takmörkunartímabil skal ekki gilda á þessu 60 daga tímabili. Tilkynningar til Ancestry skal senda til Ancestry á Ancestry Legal Department, 1300 W. Traverse Parkway, Lehi, UT 84043. Tilkynningar til þín verða sendar á samskiptaupplýsingarnar sem þú hefur skráð á Ancestry, ef slíkar upplýsingar eru fáanlegar og uppfærðar, með persónulegum samskiptum. Tilkynningarnar sem aðilarnir senda skulu innihalda nægar upplýsingar til að heimila mótaðilanum að auðkenna reikning (þ.m.t. nafn og netfang sem notað er fyrir reikninginn) sem og að meta og reyna að leysa úr kröfunni, þ.m.t. lýsingu á kröfunni, sönnunargögn sem styðja við kröfuna, hvaða skaðabóta er krafist og hvaða úrbóta er krafist. Krafan um tilkynninguna er ætluð til að gera aðilum kleift að leysa málið með tilboða sem byggir á staðreyndum tilfellisins ef aðilinn ákveður að gera það. Hvorugur aðili getur hafið gerðardómsmál án þess að veita þessar upplýsingar fyrst. Að því leyti sem deilumál kemur upp varðandi það hvort tilkynningin hafi verið fullnægjandi, verður að útkljá það mál fyrir rétti með lögsögu í málinu áður en mál er háð fyrir gerðardómstóli. Ef að aðili veitir þessar upplýsingar og deila er ekki leyst innan 60 daga er báðum aðilum heimilt að sækja um gerðardóm.

10.1.3 Gerðardómsreglur

Að öðru leiti en því sem kemur fram í kafla 10.1.4 hér að neðan mun fyrirtækið JAMS hafa umsjón með gerðardómi í samræmi við einfaldaðar gerðardómsreglur JAMS fyrir þær kröfur sem ekki eru hærri en $250.000 og heildargerðardómsreglur JAMS fyrir kröfur sem eru hærri en $250.000 samræmi við það sem gildir þegar í gildi á þeim tíma þegar málið er sett í gerð, að undanskildum reglum eða verklagi sem eiga við eða heimila hópmálsóknir. Gerðardómsmeðferð í umsjón JAMS skal fara fram fyrir einum gerðardómara og skal ekki sameinuð kröfum annarra einstaklinga. Þar sem engar upplýstar kröfur eða gagnkröfur fara yfir $25.000 (að undanskildum kröfum um þóknun lögfræðinga) skal ágreiningurinn leystur með því að leggja fram skjöl eingöngu/skrifborðsgerðardómur nema gerðarmaðurinn finni góða ástæðu fyrir skýrslutöku í beinni. Hvor aðili um sig getur lagt fram mótvægiskröfur í gerðardómi, þar með talið kröfu um frávísun og/eða kröfu um yfirlitsdóm, og gerðarmaðurinn mun beita þeim stöðlum sem gilda um slíkar tillögur samkvæmt alríkisreglum um einkamálaréttarfar. Gerðardómsmaður, en ekki alríkisdómstólar, ríkisdómstólar eða staðbundnir dómstólar eða stofnanir, skal einn hafa vald til að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem koma til út af eða tengjast túlkun, beitingu, framfylgdarhæfi eða uppsetningu þessara skilmála eða persónuverndaryfirlýsingar, þar með talið við hvers kyns kröfu um að allir eða einhver hluti þessara skilmála eða persónuverndaryfirlýsingar séu dæmdir ógildir eða ógildanlegir, hvort sem krafa sætir gerðardómi eða spurningu um eftirgjöf málaferla (waiver by litigation conduct). Gerðardómsmaður skal hafa vald til að veita hvaða úrlausn sem býðst dómstólum samkvæmt lögum eða sanngirnisreglu. Úrskurður gerðardómsmanns skal vera skriflegur og bindandi fyrir aðila og má fella úrskurð sem dóm fyrir dómstóli í hvaða þar til bæru lögsagnarumdæmi.

Til að setja mál í gerð samkvæmt kafla 10.1.3, verður þú að gera eftirfarandi: (a) gera skriflega kröfu um gerðardóm sem inniheldur lýsingu á kröfunni og þeirri skaðabótaupphæð sem þú leitast við að endurheimta (þú getur fundið dæmi um kröfu um gerðardóm á www.jamsadr.com); (b) senda þrjú eintök af kröfu um gerðardóm, auk viðeigandi skráningargjalds, til JAMS, Two Embarcadero Center, Suite 1500, San Francisco, California 94111; og (c) senda eitt eintak af kröfunni um gerðardóm til Ancestry hjá Ancestry Legal Department, 1300 W Traverse Parkway, Lehi, UT 84043. Gerðardómur getur farið fram í þeirri sýslu þar sem þú ert búsett(ur) þegar umsókn er lögð fram. Þú og Ancestry samþykkja ennfremur að lúta persónulegri lögsögu hvers alríkis- eða ríkisdómstóls í San Francisco sýslu í Kaliforníu til að knýja fram gerðardóm, fresta málsmeðferð á meðan gerðardóms er beðið, eða til að staðfesta, breyta, víkja eða kveða upp úrskurð um bætur sem gerðardómsmaður úrskurðar.

Aðilarnir skulu í sameiningu velja gerðardómsmann. Ef aðilarnir geta ekki valið gerðardómsmann í sameiningu skal hann valinn á eftirfarandi hátt: JAMS mun veita sérhverjum aðila lista yfir níu (9) gerðardómsmenn sem er dreginn af lista þeirra yfir gerðardómsmenn. Sérhverjum aðila eru veittir tíu (10) almanaksdagar til að strika yfir þau nöfn af listanum sem þeim finnst óásættanleg. Ef aðeins eitt sameiginlegt nafn er eftir á listum aðilanna skal sá maður verða valinn gerðardómsmaður. Ef fleiri en eitt sameiginlegt nafn er á lista aðilanna skulu aðilarnir skiptast á að stroka út nöfn á lista yfir sameiginleg nöfn á símafundi undir stjórn JAMS þar sem kröfuhafinn byrjar, þangað til aðeins eitt nafn er eftir. Ef ekkert sameiginlegt nafn er eftir á lista aðilanna mun JAMS leggja fram viðbótarlista yfir níu (9) gerðardómsmenn sem aðilarnir munu skiptast á að stroka út nöfn á lista yfir sameiginleg nöfn á símafundi undir stjórn JAMS þar sem kröfuhafinn byrjar, þangað til aðeins eitt nafn er eftir. Sá einstaklingur verður valinn gerðardómsmaður. Ef valinn einstaklingur er óhæfur mun JAMS senda út annan lista yfir níu (9) gerðardómsmenn og endurtaka ferlið.

Þú verður að greiða 250 $—eða aðra upphæð sem farið er fram á samkvæmt gildandi JAMS reglum—til að hefja mál í gerð gegn okkur. Ef gerðardómsmaður telur að gerðardómurinn sé ekki ómerkur mun Ancestry greiða öll önnur gjöld til JAMS samkvæmt útgefnum reikningum, þar á meðal skráningargjöld og gerðardóms- og málflutningskostnað. Þú berð ábyrgð á að greiða þóknun til eigin lögmanns nema gerðardómsreglur og/eða gildandi lög kveði á um annað.

10.1.4 Margar kröfur

Ef 25 eða fleiri einstaklingar gefa út tilkynningu um ágreining við Ancestry sem verður til vegna svipaðra krafna og lögmennirnir sem koma fram með slíkar kröfur eru þeir sömu eða starfa saman fyrir þessa einstaklinga að því leyti að kröfurnar fari fyrir gerðardóm, skulu þær ekki vera teknar fyrir hjá JAMS í samræmi við JAMS reglur heldur skulu heldur fara fyrir American Arbitration Association („AAA“) eins og kemur fram hér að neðan.

Á fyrsta stigi, 12 gerðarmál skulu fara fram eftir AAA Consumer Arbitration Rules fyrir einum gerðardómara. Kröfur annarra einstaklinga sem hafa sett fram svipaðar kröfur og eru í forsvari fyrir af sama lögfræðingi skulu ekki lagðar fram í AAA fyrr en þessari fordæmisgefandi málsmeðferð og heildar sáttamiðlun sem lýst er hér að neðan er lokið. Viðeigandi takmörkunartímabil skal ekki gildi frá tilkynningu um deilumál sem lýst er í kafla 10.1.2 þangað til að fordæmisgefandi máli hefur verið lokið ásamt heildar sáttamiðluninni sem lýst er að neðan.

Lögmenn Ancestry og aðilanna sem setja fram kröfur skulu hver velja 6 mál til að fara fyrir fyrsta gerðardóm í fordæmisgefandi máli. Allir þessir 12 gerðardómar skulu fara fyrir einum gerðardómara. AAA skal leggja fram lista yfir þá gerðardómara sem það leggur til fyrir hver af þessum 12 gerðardómsmálum. Ef aðilarnir geta ekki sammælst um gerðardómara af þessum lista, skal hver aðili hafa 14 daga frá því að hann fékk listann til að strika yfir tvö nöfn sem hann vill ekki og númera eftirfarandi nöfn í samræmi við eigin vilja og skila listanum til AAA. AAA mun þá ráða þann sem náði flestum stigum af þeim gerðardómurum sem eftir eru á listanum til að fara með málin 12.

Eftir að endalegri skriflegri niðurstöðu hefur verið náð í þessum 12 gerðardómsmálum, skal Ancestry og allir einstaklingar sem hafa lagt fram svipaðar kröfur og sem eru með sama lögmann ganga til heildar sáttarviðræðna. Lögmenn Ancestry og lögmenn einstaklinganna sem hafa lagt fram svipaðar kröfur skulu saman velja einn sáttasemjara. Ef aðilarnir geta ekki samræmst um sáttasemjara, skulu lögmenn Ancestry og lögmenn einstaklinganna sem lagt hafa fram svipaðar kröfur leggja til 4 mögulega sáttasemjara—þessar tillögur skulu ekki vera fyrir einstaklinga sem voru gerðardómarar í 12 fordæmisgefandi málunum. Lögmenn Ancestry og lögmenn einstaklinganna sem lagt hafa fram svipaðar kröfur skulu strika út sáttasemjara af 8 manna listanum og skulu lögmenn einstaklinganna byrja, þangað til einn sáttasemjari er eftir sem verður þá ráðinn sem sáttasemjari í málinu. Sáttasemjaranum skal gefin hinn skriflegi dómur sem gefin var í 12 fordæmisgefandi málunum eftir að hann er gerður nafnlaus eftir fremsta megni. Ancestry skal greiða kostnað við sáttasamninginn. Aðilarnir skulu hafa 90 daga til að ljúka sáttinni nema ef þeir samþykkja báðir að framlengja tímabilið.

Ef sáttaviðræðurnar leysa ekki öll deilumál, getur Ancestry eða einstaklingarnir sem lögðu fram svipaðar kröfu (ekki var skorið úr um þær kröfur í fordæmisgefandi málinu) valið að halda áfram í dómsal eða í einstaklingsbundnum gerðardómi í AAA. Ef Ancestry ákveður að fara fyrir dóm munu öll mál halda áfram fyrri dómi. Ef Ancestry ákveður að halda áfram í gerðardómi, getur hver einstaklingur sem lagði fram svipaðar kröfur (sem ekki var skorið úr um í fordæmisgefandi málinu) valið að fara fyrir dóm fyrir sitt eigið mál. Að því leiti sem aðili ákveður að fara fyrir dóm, skulu þessar kröfur fara fyrir dóm með lögsögu í Utah-ríki. Í samræmi við kafla 10.1.5 hér að neðan skulu kröfur sem fara fyrir dóm ekki fara fyrir dóm sem hóp- eða fulltrúamálsóknir.

Réttur með lögsögu skal hafa vald til að framfylgja kafla 10.1.4 og ef nauðsynlegt er, að kveða á um fjöldakröfur gerðardóms gegn Ancestry að því marki sem annar hvor aðili fer ekki eftir verklagsreglum sem settar eru fram í þessum kafla 10.1.4. Annars skal gerðardómarinn einn, en ekki alríkisdómstólar, ríkisdómstólar eða staðbundnir dómstólar eða stofnanir, hafa vald til að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem koma til út af eða tengjast túlkun, beitingu, framfylgdarhæfi eða uppsetningu þessara skilmála eða persónuverndaryfirlýsingar, þar með talið við hvers kyns kröfu um að allir eða einhver hluti þessara skilmála eða persónuverndaryfirlýsingar séu dæmdir ógildir eða ógildanlegir, hvort sem krafa sætir gerðardómi eða spurningu um eftirgjöf málaferla (e. waiver by litigation conduct).

10.1.5 Engar hópmálsóknir

Þetta ákvæði skal kallast „Undanþágu frá hópmálsóknum.“ Aðilarnir samþykkja að sérhver aðili megi einungis leysa deiluefni við hinn aðilann á einstaklingsgrundvelli og geti ekki sett fram kröfu sem stefnandi eða hópmeðlimur í hóp-, eða fulltrúamálum. Að því leiti sem það er ekki sérstaklega heimilað í kafla 10.1.4 hér að ofan má ekki sameina deilur eins einstaklings við deilur annars einstaklings. Þetta ákvæði gildir bæði um deilur sem eru leystar með gerðardómi og deilur sem eru leystar fyrir dómi, að því leiti sem þær geta komið upp. Ef dómstóll eða gerðardómur kemst að þeirri niðurstöðu að þessi undanþága sé ógild eða af einhverjum ástæðum óaðfararhæf eða að gerðardómur geti farið fram sem hóp- eða fulltrúamálaferli, skulu gerðardómsákvæði sem koma fram hér að ofan vera dæmd ógild í heild sinni og telja skal að aðilarnir hafi ekki samþykkt að skjóta deilumáli sínu fyrir gerðardóm. Í slíkum tilvikum verður ágreiningurinn að fara fyrir alríkis- eða ríkisdómstól í lögsagnarumdæmi Utah-ríki—ekki fyrir gerðardómi.

Gerðardómur í því máli og dómur sem staðfestir hann skulu aðeins gilda í því máli og skulu ekki vera bindandi fyrir aðila í öðrum málum.

10.1.6 Að skilja á milli gildra og ógildra greina

Í tilfelli þar sem ákvæði þessa gerðardómssamnings er dæmt ógilt, óaðfararhæft, ógilt að hluta eða öllu leyti, skal slíkur dómur ekki hafa áhrif á það sem eftir stendur af gerðardómssamningnum nema að því leiti sem kemur fram í Undanþágu frá hópmálssókn. Öll eftirstandandi ákvæði skulu halda gildi sínu.

10.1.7 Breytingar á þessum hluta

Ancestry mun veita þrjátíu (30) daga fyrirvara um allar breytingar sem hafa áhrif á efni þessa hluta með því að senda tilkynningu um breytingar á skilmálum þjónustunnar, senda þér skilaboð eða láta þig vita með öðrum hætti þegar þú ert skráð(ur) inn á reikninginn þinn. Breytingar munu taka gildi þrjátíu (30) dögum eftir að þær eru birtar í gegnum þjónustuna okkar eða sendar til þín.

Breytingar á þessum hluta eiga að öðru leyti aðeins við framvirkt um kröfur sem myndast eftir þrítugasta (30.) dag. Ef dómstóll eða gerðardómsmaður ákveður að þessi undirkafli um "Breytingar á þessum hluta" sé ekki aðfararhæfur eða gildur, þá skal aðskilja þennan undirkafla frá hlutanum sem ber yfirskriftina „Úrlausn ágreiningsmála, gerðardómur og undanþága frá hópmálsóknum“ og skal dómstóllinn eða gerðardómsmaðurinn beita fyrsta hlutanum um gerðardóm og undanþágu frá hópmálsóknum sem til var þegar að þú byrjaðir að nota þjónustuna.

10.1.8 Gildistími

Þessi hluti um úrlausn ágreiningsmála, gerðardóm og undanþágu frá hópmálsóknum mun gilda eftir lokun á reikningi þínum eða þjónustu.

10.2 Fyrir viðskiptavini utan Bandaríkjanna

Ef þú ert viðskiptavinur sem er ekki neytandi og staðsettur í Evrópusambandinu eða annars staðar utan Bandaríkjanna samþykkir þú að írskir dómstólar skulu hafa einkalögsögu í öllum deilumálum (samningsbundnum og ósamningsbundnum) sem snúa að þessum samningi.

10.2.1 Neytendur í Evrópusambandinu og Bretlandi

Ef þú ert neytandi innan Evrópusambandsins eða Bretlandi muntu njóta góðs af öllum skylduákvæðum laga þess lands þar sem þú ert búsett(ur) og ekkert í þessum samningi mun hafa áhrif á rétt þinn sem neytandi til að njóta góðs af skylduákvæðum staðbundina laga. Við veitum þér lagalega ábyrgð fyrir því að þjónustan sé veitt samkvæmt lögum á þeim tíma sem hún er veitt og á meðan samningur okkar við þig varir. Samkvæmt þessari ábyrgð berum við ábyrgð á því ef þjónustan brýtur lög og þú gætir haft rétt á úrræðum samkvæmt staðbundnum lögum. Við munum veita þér eins mikinn frest og mögulegt er áður en við fjarlægjum, gerum hlé á eða stöðvum þjónustuna eða hluta hennar.

Ef þú ert neytandi í Evrópusambandinu, átt þú rétt á að höfða hvers kyns dómsmál sem tengjast þessum samningi fyrir þar til bærum dómstóli á búsetustað þínum eða þar til bærum dómstóli á starfsstöð Ancestry á Írlandi. Ef þú ert neytandi í Bretlandi, átt þú rétt á að höfða hvers kyns dómsmál sem tengjast þessum samningi fyrir bærum dómstóli í Englandi og Wales, ef þú samþykkir að dómsólar í Englandi og Wales skuli einir fara með lögsögu í deilumálum (samningsbundnum eða ekki) sem snúa að þessum samningi. Ef Ancestry leitast við að framfylgja einhverjum af réttindum sínum gegn þér sem neytanda, getum við aðeins gert það fyrir dómstólum í lögsögunni þar sem þú ert búsett(ur). Með fyrirvara um framangreint mun ekkert í þessu ákvæði skal takmarka rétt Ancestry til að höfða fullnustumál í öðru lögsagnarumdæmi eða til að leita tímabundinna úrræða, verndarúrræða eða bráðabirgðaúrræða fyrir dómstólum í öðru lögsagnarumdæmi.

Fyrir neytendur í Evrópusambandinu gilda ákvæði reglugerðar 524/2013: Ef þú ert neytandi í Evrópusambandinu tryggir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þér rétt á að vísa deilu til vettvangs ESB fyrir lausn deilumála á netinu (ODR), sem er aðgengilegur á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

10.3 Gildandi lög

Ef þú nálgast þjónustuna á vefsíðum í Bandaríkjunum, gilda lög Utah-ríkis og að því marki sem viðeigandi getur talist, lög Bandaríkjanna, og þessir skilmálar og notkun þjónustunnar falla undir þau lög. Þú samþykkir að allar kröfur sem ekki eru háðar gerðardómi og eru settar fram innan Bandaríkjanna falla undir lögsögu dómstóla Utah-ríkis. Með fyrirvara um ákvæði 10.2.1, ef þú nálgast þjónustu okkar á vefsíðum utan Bandaríkjanna, falla þessir skilmálar undir írska löggjöf.

11. Ýmislegt

11.1 Breytingar

Við getum breytt þessum skilmálum hvenær sem er og samþykkjum að tilkynna þér um allar efnislegar breytingar með því að senda upplýsingar í gegnum þjónustuna eða senda þér tölvupóst. Efnislegar breytingar taka gildi þrjátíu dögum eftir að þær eru birtar, nema breytingar sem snúa að nýjum þjónustum eða lagalegum kröfum, sem taka strax gildi. Áframhaldandi notkun þín á þjónustunni þýðir að þú samþykkir breytta skilmála. Ef þú samþykkir ekki breytingarnar ættir þú að hætta að nota þjónustuna og, ef við á, segja upp áskriftinni þinni.

11.2 Heildarsamningur

Þessir skilmálar, ásamt öðrum skjölum sem eru innifalin hér með tilvísun, setja fram samningsheild á milli þín og Ancestry varðandi notkun þína á þjónustunni og koma í stað allra fyrri samninga.

11.3 Flutningur réttinda og skyldna

Við áskiljum okkur rétt til að framselja eða flytja réttindi okkar og skyldur samkvæmt þessum samningi. Ef Ancestry eða fyrirtæki þess er tekið yfir eða flutt undir annan aðila (að öllu leyti eða að hluta til og þ.m.t. gjaldþrotaskipti eða álíka ferli), samþykkir þú að Ancestry hafi rétt á að deila persónuupplýsingum þínum og efni þínu með þeim aðila. Þér óheimilt án skriflegs samþykkis Ancestry, framselja eða flytja réttindi þín og skyldur samkvæmt þessum samningi. Það eru engir þriðju aðila hagsmunaaðilar að þessum ákvæðum.

11.4 Að skilja á milli gildra og ógildra greina

Nema það sem sérstaklega er kveðið á um hér, mun óaðfararhæfi einhvers hluta eða ákvæðis í þessum skilmálum ekki hafa áhrif á aðfararhæfi þeirra skilmála sem eftir sitja.

11.5 Engin eftirgjöf

Ef við nýtum ekki réttindi okkar samkvæmt ákvæðum þessara skilmála þá teljumst við ekki vera að afsala okkur réttindum okkar samkvæmt því ákvæði og við áskiljum okkur öll þau réttindi sem þér eru ekki sérstaklega veitt samkvæmt þessum samningi.

11.6 Ósjálfráða einstaklingar þrettán ára og yngri.

Ancestry leitar ekki vísvitandi að eða safnar persónuupplýsingum beint frá einstaklingum undir 13 ára aldri og mun gera viðskiptalega sanngjarnar tilraunir til að eyða slíkum gögnum úr kerfum okkar.

11.7 Lög um sanngjarna meðferð fjárhagsupplýsinga (e. Fair Credit Reporting Act)

Ancestry er ekki fyrirtæki sem gefur út neytendaskýrslur samkvæmt skilgreiningu í lögum um sanngjarna meðferð fjárhagsupplýsinga (Fair Credit Reporting Act, FCRA), og þeim upplýsingum sem þú hefur aðgang að í gegnum þjónustuna okkar hefur ekki verið safnað í heild eða að hluta í þeim tilgangi að fylla út neytendaskýrslur, samkvæmt skilgreiningu í FCRA. ÞÚ MÁTT EKKI NOTA ÞJÓNUSTUNA SEM ÞÁTT Í AÐ (1) STAÐFESTA HÆFI EINSTAKLINGS TIL LÁNATÖKU EÐA TRYGGINGA EÐA META ÁHÆTTU Í TENGSLUM VIÐ NÚVERANDI LÁNASKULDBINDINGAR, (2) META EINSTAKLING MEÐ TILLITI TIL STARFSHÆFNI, STÖÐUHÆKKUNAR, ENDURÚTHLUTUNAR EÐA VIÐHALDA STÖÐU (ÁSAMT EN TAKMARKAST EKKI VIÐ RÁÐNINGU EINSTAKLINGA Í HEIMILISSTÖRF, SVO SEM BARNFÓSTUR, HREINGERNINGAFÓLK, BARNAPÍUR, VERKTAKAR OG AÐRIR AÐILAR), EÐA (3) ÖNNUR PERSÓNULEG VIÐSKIPTI VIÐ ANNAN AÐILA (ÁSAMT EN TAKMARKAST EKKI VIÐ ÚTLEIGU Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI).

11.8 Reglur um óumbeðin hugmyndaskil

Ancestry samþykkir ekki, skoðar eða tekur ekki tillit til óumbeðnar hugmyndir eða efni (þar á meðal, nýjar auglýsingaherferðir, nýjar kynningar, nýjar vörur eða tækni, ferla, efni, markaðsáætlanir eða ný vöruheiti) önnur en þau sem Ancestry hefur óskað sérstaklega eftir. Vinsamlegast ekki senda óumbeðnar hugmyndir eða efni til Ancestry eða aðila hjá Ancestry. Ef þú sendir þær, skilur þú og samþykkir að Ancestry mun ekki líta á óumbeðnar hugmyndir og efni sem þú sendir inn sem trúnaðarmál eða sem varið af eignarrétti og Ancestry mun eiga rétt á ótakmarkaðri notkun á þessum hugmyndum og efnum, án skuldbindinga, vegna samninga eða annars við þig og án greiðslu til þín.

 

Þessir skilmálar og skilyrði voru tekin saman úr aðskildum fyrri útgáfum. Fyrir fyrri útgáfur af skilmálum sem gilda um þjónustuna skaltu smella hér.